Science. Rannsóknin bendir ennfremur til, að forfeður heimiliskatta nútímans hafi þróast frá villiköttum fyrir rúmum 100.000 árum, eða mun fyrr en talið hefur verið.">
Heimiliskettir um heim allan eru komnir af forfeðrum sem áttu heima á "frjósama hálfmánanum," svæði við austanvert Miðjarðarhaf, samkvæmt niðurstöðum erfðafræðirannsóknar sem birt er í vísindaritinu Science.
Rannsóknin bendir ennfremur til, að forfeður heimiliskatta nútímans hafi þróast frá villiköttum fyrir rúmum 100.000 árum, eða mun fyrr en talið hefur verið.
Frá þessu greinir fréttavefur BBC. Vísindamenn telja að allir heimiliskettir nútímans séu komnir af fimm læðum, að minnsta kosti, á frjósama hálfmánanum.
Elstu fornleifafræðilegu vísbendingar um heimilisketti eru um 9.500 ára gamlar, en talið er að þá hafi menn haldið ketti á Kýpur.
En ný erfðafræðirannsókn bendir til að ættarsaga heimiliskattanna sé margfalt lengri, og kunni menn að hafa verið farnir að halda ketti fyrir allt að 130.000 árum.