Tékkar gera nú tilraun með að dreifa stuttmyndum í farsíma og gefa notendum kost á að greiða atkvæði um bestu myndina. Stjórnandi stuttmyndahátíðar í Prag hefur gert samning við símafélagið Vodafone um að dreifa farsímastuttmyndum, sem eru ekki lengri en 80 sekúndur.