Harðfiskur er enn heilsusamlegri en talið var

Harðfiskur er afar heilsusamleg fæða, létt, næringarrík og rík af próteinum, að því er fram kemur í nýrri rannsókn Matís (Matvælarannsóknir Íslands) á harðfiski sem heilsufæði.

Þar kemur í ljós að harðfiskur er ríkulegur próteingjafi með 80-85% próteininnihald. Þá er harðfiskur ávallt unnin úr nýju og fersku hráefni og er nær eingöngu veiddur á línu og því tryggt að hann verði fyrir sem minnstu hnjaski á leið til lands. Slík veiðiaðferð uppfyllir bestu skilyrði um vistvænar veiðar, að því er segir í fréttatilkynningu frá Matís.

Harðfiskur er unnin úr steinbít, ýsu, þorski, kolmuna og lúðu. Heildarframleiðsla og sala hefur verið um 200-250 tonn á ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert