Milljarði dala varið til að gera við gölluð Xbox

Xbox 360 leikjatölva frá Microsoft.
Xbox 360 leikjatölva frá Microsoft. AP

Bandaríska hugbúnaðarfélagið Microsoft áætlar að þurfa að verja rúmum 1 milljarði dala, jafnvirði að minnsta kosti 62 milljarða króna, til að gera við gallaðar Xbox 360 leikjatölvur. Tíðir gallar hafa komið fram í tölvunum og er þetta mikið áfall fyrir Microsoft, sem er að keppa á þessum markaði við PlayStation 3 frá Sony og Wii frá Nintendo.

Microsoft hefur selt um 10 milljónir Xbox 360 frá árslokum 2005. Fyrirtækið segist nú hafa fundið galla sem veldur því að rauð viðvörunarljós benda til bilunar í hörðum diski.

Fyrirtækið vildi ekki upplýsa hve stór hluti þeirra væri gallaður en hefur lengt ábyrgðartíma tölvanna úr 1 ári í 3 og boðist til að bæta eigendum, sem hafa látið laga tölvur á eigin kostnað, upp kostnaðinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert