Gullfiskar góðir fyrir svefninn

Get­ur þú ekki sofið? Af hverju færðu þér ekki gull­fisk?

Síðari spurn­ing­in er ekki al­veg jafn fár­an­leg og hún hljóm­ar í fyrstu, því rann­sókn­ir sem gerðar hafa verið sl. þrjá ára­tugi benda til þess að það hafi ró­andi áhrif á manns­hug­ann að fylgj­ast með fisk­um. Þykir það draga úr streitu, svefn­leysi og fjölda annarra heilsu­vanda­mála eins og t.d. háum blóðþrýst­ingi.

Þess­ir kost­ir gull­fisk­anna hafa vakið áhuga lággjalda­hót­elkeðjunn­ar Tra­velod­ge sem nú hef­ur komið á fót fyrstu gull­fiska­leigu Bret­lands. Sam­kvæmt könn­un sem hót­elkeðjan lét gera fyr­ir sig virðast 63% Breta eiga við svefn­vanda­mál að stríða í tengsl­um við streitu og 58% þeirra sem svöruðu könn­un­inni voru þeirr­ar skoðunar að lausn­in á því gæti fal­ist í gull­fiska­áhorfi.

"Við erum alltaf að leita leiða til að veita viðskipta­vin­um okk­ar betri næt­ur­svefn og gull­fiska­áhorfið er vin­sælt val," sagði Wayne Munn­elly, svefn­stjóri Tra­velod­ge.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert