Bretar ganga nú enn lengra í eftirliti lögreglu með því að setja eftirlitsmyndavélar á höfuð lögreglumanna. Sagt er að tækin muni minnka pappírsvinnu þeirra og veita dómskerfinu myndefni af fórnarlömbum, vitnum og sakborningum.
Tony McNulty, sem fer með öryggismál á Bretlandi, sagði að dómarar og kviðdóm gætu með nýju tækninni séð og heyrt málsatvik með augum lögreglumannanna á staðnum.
Innanríkisráðuneyti Bretlands hefur veitt 3 milljónir punda í verkefnið, sem er nægir til að kaupa um 2.000 myndavélar fyrir 42 lögregludeildir.