Íslendingar hamingjusamastir

Íslendingar eru allra þjóða hamingjusamastir
Íslendingar eru allra þjóða hamingjusamastir

Íslendingar eru „hamingjusamastir" ríkja Evrópu, samkvæmt nýrri könnum sem meðal annars byggir á ýmsum hagtölum þrjátíu Evrópuríkja. Breska dagblaðið Guardian greinir frá rannsókninni í dag. Eistar eru í neðsta sæti yfir hamingju íbúa þrjátíu landa Evrópu, samkvæmt útreikningi „hamingjuvísitölunnar" í Evrópu. Í henni eru meðal annars líflíkur mældar og lífsgleði.

Samkvæmt rannsókninni, sem er gefin út af samtökunum New Economics Foundation and Friends of the Earth þá er verra að búa í Evrópu í dag en fyrir fjörtíu árum, að því er segir í Guardian í dag.

Í Guardian kemur fram að norrænu ríkin koma best út úr rannsókninni. Svíþjóð er í öðru sæti, Noregur í því þriðja og Danmörk í sjötta.

Vefur Guardian

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert