Þrír félagar telja sig hafa leyst gróðurhúsavandann

Þrír menn segjast hafa fundið leið til að binda koltvísýring …
Þrír menn segjast hafa fundið leið til að binda koltvísýring á einfaldan og öruggan hátt. Reuters

Mörg stærstu fyr­ir­tæki og stofn­an­ir heims hafa eytt millj­örðum í að finna leiðir til að minnka út­blást­ur gróður­húsaloft­teg­unda, þrír veiðifé­lag­ar frá norður­hluta Wales telja sig hins veg­ar hafa fundið lausn­ina, kassa sem þeir kalla „græna kass­ann”, sem tek­ur við út­blæstri og gef­ur frá sér vatn. Frétta­stofa Reu­ters seg­ir frá þessu.

Græni kass­inn er hannaður af líf­efna­fræðingn­um Derek Pal­mer og verk­fræðing­un­um Ian Hou­st­on og John Jo­nes. Þeir fundu leið til að binda út­blást­ur er þeir voru að gera til­raun­ir með kolt­ví­sýr­ing til að auka vöxt þör­unga fyr­ir fisk­eldi.

Kass­inn er sagður geta tekið við út­blæstri, bundið nær alla meng­un­ina og skilað frá sér vatni. Tækið sem þeir hafa smíðað er á stærð við bar­stól, en þeir segj­ast þess full­viss­ir að hægt sé að minnka það svo það komi í stað hljóðkúts. .

Hver kút­ur tek­ur svo að sögn mann­anna við út­bæstri frá full­um bens­ín­tanki og þyrfti því að skipta um í hvert skipti sem bíll­inn er fyllt­ur.

Tækn­ina segja þeir hægt að nota við hvert það tæki sem skil­ar frá sér út­blæstri, nema hugs­an­lega í flug­vél­ar. Kolt­ví­sýr­ing­ur­inn yrði svo notaður til að fæða þör­unga, en úr þeim aft­ur unnið líf­rænt eldsneyti.

Þre­menn­ing­arn­ir hafa fengið breska þing­mann­inn Dav­id Han­sen sér til aðstoðar við að koma upp­finn­ing­unni á fram­færi, en þeir hafa einnig þegar hafið viðræður við bíla­fram­leiðend­ur á borð við Toyota og Gener­al Motors, þá munu þeim hafa boðist kauptil­boð í upp­finn­ing­una frá ónefnd­um asísk­um fyr­ir­tækj­um.

Fé­lag­arn­ir þrír halda því vel leyndu hvað er í græna kass­an­um, og munu ekki einu sinni hafa sagt eig­in­kon­um sín­um frá því. Eft­ir hverja sýn­ingu hafa þeir tekið tækið góða í sund­ur og geyma það í hlut­um á þrem­ur mis­mun­andi stöðum í Wales.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert