Nú er mögulegt að tengjast netinu þar sem ekkert háhraðanet er til staðar, svo sem í sumarbústaðnum. Með OpenHand farsímalausninni, sem gerir notendum mögulegt að skoða og senda upplýsingar og gögn um farsíma, fylgir einnig hugbúnaður í tölvu sem tryggir að hægt er að tengjast netinu þar sem farsímasamband er til staðar, segir í tilkynningu frá OpenHand.
„OpenHand hugbúnaðurinn dugar bæði fyrir farsíma og tölvu og því er mögulegt fyrir notendur að skoða stærri skrár og gögn um tölvuna þó þeir séu ekki heima hjá sér eða í vinnu. Dæmigerð notkun væri í sumarbústaðnum; auðvelt er að tengjast OpenHand og klára erindið á skömmum tíma,” segir Davíð Guðmundsson, markaðsstjóri OpenHand, í tilkynningunni.