Hæsta bygging í heimi

Íbúar Dubai, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, geta nú státað sig af hæstu byggingu í heimi en í gær var greint frá því að Burj Dubai (Dubai-turninn) sé orðin hæsta bygging í heimi, 512,1 metri að hæð. Áður var turninn 101 í Taipai á Taívan hæsta byggingin, 508 metrar að hæð.

Er það fyrirtækið Samsung sem er að byggja turninn í Dubai og er áætlað að byggingunni ljúki á næsta ári. Hefur bygging hans kostað um einn milljarð dala og verða yfir 160 hæðir í turninum sem verður fullbyggður yfir sjö hundruð metra hár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka