Um 30.000 kynferðisafbrotamönnum úthýst af MySpace

MySpace er eitt vinsælasta vefsvæði heims.
MySpace er eitt vinsælasta vefsvæði heims.

Forsvarsmenn samskiptasíðunnar MySpace hafa greint frá því að fjöldi dæmdra kynferðisafbrotamanna sem nota síðuna hefur fjórfaldast að undanförnu. Fyrirtækið hefur komist að því að rúmlega 29.000 dæmdir kynferðisafbrotamenn í Bandaríkjunum væru með síðu á MySpace. Í maí var talan sögð vera 7.000.

Búið er að finna þessar síður og fjarlægja þær að sögn forsvarsmanna MySpace, segir á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Þeir sem hafa gagnrýnt samskiptavefinn hafa kallað eftir nýrri löggjöf sem geri vefi sem þessa öruggari gagnvart börnum. Á MySpace getur hver sem er búið til sína eigin heimasíðu á netinu þar sem viðkomandi getur bloggað auk þess sem hægt er að setja inn tónlist og myndbönd á síðuna.

Yfir 80 milljónir hafa skráð sig á MySpace. Í fyrra keypti News Corp síðuna fyrir 580 milljónir dala.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka