Kötturinn með ljáinn

00:00
00:00

Banda­rísk­ir lækn­ar klóra sér nú í koll­in­um yfir meint­um hæfi­leik­um katt­ar sem virðist skynja það þegar íbú­ar á elli­heim­ili eru við það að fara kveðja þenn­an heim.

Kött­ur­inn Óskar hef­ur lagt það í vana að hnipra sig sam­an við hlið sjúk­linga, sem liggja á dval­ar­heim­ili fyr­ir aldraða í Provi­dence á Rhode Is­land, aðeins nokkr­um klukku­stund­um áður en fólkið deyr.

Kött­ur­inn, sem er tveggja ára gam­all, hef­ur 25 sinn­um reynst sann­spár. Af þeim sök­um eru starfs­menn elli­heim­il­is­ins nú farn­ir að gera fjöl­skyld­um þeirra ein­stak­linga sem kött­ur­inn fer að kúra hjá viðvart svo fjöl­skyld­an geti varið síðustu klukku­stund­un­um sam­an.

Fjallað er um þetta mál í nýj­asta hefti vís­inda­rits­ins New Eng­land Journal of Medic­ine.

Lækn­ar segja að ef Óskar legg­ist við hliðina á sjúk­lingi þá geti það þýtt að viðkom­andi mann­eskja eigi aðeins um tvo tíma eft­ir ólifaða.

„Hann hef­ur sjald­an haft rangt fyr­ir sér. Hann virðist skilja það þegar sjúk­ling­ar eru við það að fara deyja,“ seg­ir Dav­id Rosa, sem starfar sem pró­fess­or hjá Brown há­skól­an­um, en hann vann að rann­sókn­inni.

BBC greindi frá þessu.

Kötturinn Óskar virðist skynja það þegar einhver vistmanna hjúkrunarheimilisins í …
Kött­ur­inn Óskar virðist skynja það þegar ein­hver vist­manna hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins í Provi­dence er við það að fara ganga á vit feðra sinna. AP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert