Ísland er eitt 14 landa þar sem fjöldi virkra farsímaáskrifta er meiri en fólksfjöldinn, að því er segir í nýrri skýrslu OECD um horfur í fjarskiptamálum sem gefin var út á dögunum, en tölurnar ná allt fram til ársins 2006.
Hlutfallið er hæst í Lúxemborg, þar sem fjöldi farsímanúmera er 157% sé miðað við íbúafjölda. Fast á hæla Lúxemborgar kemur Ítalía, þá Portúgal, Tékkland og Bretland, en Noregur og Ísland sitja saman í 6.-7. sæti, með tæp 103 farsímanúmer á hvern íbúa. Samkvæmt skýrslunni voru því alls 304.001 virk farsímanúmer skráð á Íslandi árið 2005, en Íslendingar voru þá aðeins 295.864 að tölu. Ótti við að farsímamarkaðurinn sé þegar orðinn mettaður virðist því ekki á rökum reistur, sem helgast kannski af því að aldur farsímanotenda verður sífellt lægri.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag en þessi frétt er birt þar í heild sinni í dag á bls. 9.