Upplýsingatækni ógn við einkalífið

Eft­ir Hlyn Orra Stef­áns­son - hlyn­ur@bla­did.net

Ný upp­lýs­inga­tækni auðveld­ar einka- og op­in­ber­um aðilum að fylgj­ast með ein­stak­ling­um og skap­ar hættu á að per­sónu­leg­ar upp­lýs­ing­ar séu mis­notaðar, seg­ir stjórn­mála­fræðing­ur­inn Hauk­ur Arnþórs­son.

„Stjórn­völd hafa alltaf haft tæki til að brjóta gegn friðhelgi einka­lífs­ins. Það sem er nýtt í þessu er hversu auðvelt það er að verða fyr­ir einkaaðila að not­færa sér gagna­söfn og verk­færi upp­lýs­inga­tækn­inn­ar til að van­v­irða friðhelgi ein­stak­linga."

Hauk­ur bend­ir til dæm­is á að ný tækni auðveldi yf­ir­mönn­um að fylgj­ast með net­notk­un und­ir­manna sinna og seg­ir ljóst að inn­an fyr­ir­tækja sé nú þegar tölu­vert eft­ir­lit með þeim ra­f­rænu sam­skipt­um sem þar fara fram. „Það hef­ur meðal ann­ars komið fram í dóms­mál­um á Íslandi að ra­f­ræn gögn sem kæmu sér illa fyr­ir fyr­ir­tæki hafa ekki fund­ist."

Í ný­legri rit­gerð Hauks, sem ber heitið „Hætt­ur upp­lýs­inga­sam­fé­lags­ins" bend­ir hann á að það sé raun­hæf­ur mögu­leiki að sam­keyra þessa gagna­grunna við kenni­töl­ur. Með þeirri gjörð geti menn nálg­ast mikið magn per­sónu­upp­lýs­inga. Þar seg­ir enn frem­ur að það þurfi ekki „annað en að viðskipt­ar­isi kaupi fyr­ir­tæki sem starfa á sviðum þar sem gögn eins styðja starf­semi ann­ars og þá get­ur hann keyrt gögn fyr­ir­tækja og stofn­ana sam­an. Vænt­an­lega banna eng­in lög þá vinnslu."

Nán­ar í Blaðinu í dag

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert