Boðar hátt í fertugföldun í nýtingu jarðvarma vestanhafs

Hellisheiðarvirkjun.
Hellisheiðarvirkjun. mbl.is/Rax
Eftir Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Jarðvarminn er um margt vannýtt auðlind í Bandaríkjunum og má vænta þess að íslensk fyrirtæki muni geta hagnast af stórfelldri uppbyggingu á þessu sviði í náinni framtíð. Jafnframt verða kannaðir möguleikar þess að reisa rannsóknarstofu á heimsmælikvarða á sviði endurnýjanlegra orkugjafa í hinu nýja háskólaþorpi Keilis í Keflavík.

Þetta kom fram í máli Alexanders Karsner, aðstoðarorkumálaráðherra Bandaríkjanna, í samtali við Morgunblaðið um helgina en hann telur fræðilega mögulegt að auka orkuframleiðslu úr jarðvarma í Bandaríkjunum úr 2,8 gígavöttum nú í hátt í 100 í framtíðinni. Miðað við núverandi aðferðir sé svigrúm til að auka framleiðsluna í 17 til 30 gígavött en með nýrri tækni megi ná fram enn meiri orku úr jarðhitanum.

Karsner skoðaði framtíðarhúsnæði háskólanema í fyrrum heimilum starfsmanna varnarliðsins á Keflavíkurvelli á laugardag, ásamt því að koma m.a. við í Hellisheiðarvirkjun og í Svartsengi í opinberri heimsókn sinni til landsins.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert