Fellibylir tíðari en áður

Fellibylurinn Ernesto.
Fellibylurinn Ernesto. Reuters

Niðurstaða nýrr­ar rann­sókn­ar á felli­bylj­um á At­lands­hafi er sú að fjöldi þeirra hafi tvö­fald­ast á síðastliðinni öld. Þar seg­ir jafn­framt að hækk­un á hita yf­ir­borðs sjáv­ar og breyt­ing á mynstri vinda vegna lofts­lags­breyt­inga er or­sök aukn­ing­ar­inn­ar. Þetta kem­ur fram á frétta­vef BBC.

Sum­ir vís­inda­menn segja felli­byli koma í ár­viss­um hrin­um, en rann­sak­end­ur þess­ar­ar rann­sókn­ar segja að ekki sé aðeins um nátt­úru­leg­ar breyt­ing­ar að ræða, held­ur hafi tíðnin auk­ist á þess­ari öld. Fjöldi felli­bylja hef­ur auk­ist til muna síðan um miðjan ní­unda ára­tug­inn.

Í rann­sókn­inni sem gef­in er út af Heim­speki­leg­um skýrsl­um Kon­ung­lega sam­fé­lag­ins í London (Phi­losophical Transacti­ons of the Royal Society in London) var tíðni slíkra storma skoðuð frá ár­inu 1900 til dags­ins í dag og kom í ljós að tvö­falt fleiri felli­byl­ir mynd­ast ári hverju miðað við fyr­ir 100 árum.

Þá segja vís­inda­menn­irn­ir að 60-70% felli­bylj­anna í dag or­sak­ist beint af gróður­húsa­áhrif­um. Spáð er 9 felli­bylj­um á ár­inu, þar af 5 sem gert er ráð fyr­ir að verði mjög sterk­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert