Hlaðvarp á mbl.is

Hlaðvarp (Podcast) er nýjung sem mbl.is býður lesendum sínum upp á frá og með deginum í dag. Hlaðvarpssíða mbl.is opnar leið að útvarps- og sjónvarpsefni sem hægt er að horfa á í tölvum, tónhlöðum eða í sjónvarpstækjum, það er öllum opið sem hafa aðgang að Netinu og er notkun á því ókeypis.

Þjónustan hleður sjálfkrafa niður því efni sem notandinn velur að horfa eða hlusta á, í tölvuna eða tónhlöðuna. Hlaðvarpið gerir notendum síðan kleift að taka með sér það efni sem í boði er og njóta þess þar sem hann kýs.

Fjölbreytt innlent og erlent dagskrárefni

Allt hljóð og myndefni mbl.is verður aðgengilegt fyrir tölvur, sjónvarp og tónhlöður á Hlaðvarpinu auk þess sem notendur hafa aðgang að fjölbreyttu innlendu og erlendu dagskrárefni. Framboð verður stöðugt í endurnýjun auk þess sem notendur þjónustunnar geta haft áhrif á framboð og fjölbreytni.

Ýmsir aðra möguleika er að finna í Hlaðvarpi. Nú opnast tækifæri fyrir alla sem áhuga hafa á að framleiða sína eigin útvarps- og sjónvarpsþætti. Það eina sem þarf til er áhugi og frumkvæði, tölva, hljóðnemi og myndavél.

Á Hlaðvarpssíðu mbl.is verður svæði fyrir þá sem vilja hýsa framleiðslu sína á mest notaða vefsvæði á Íslandi auk þess sem Hlaðvarpsþjónustuna verður hægt að nota í tengslum við bloggsíður mbl.is. Þannig geta bloggarar starfrækt sína eigin fjölmiðla á netinu.

Virk umræða er á bloggsvæði þjónustunnar; hladvarp.blog.is

Mælt er með forritunum iTunes eða Miro fyrir þá sem vilja nýta sér Hlaðvarp mbl.is. Bæði forritin eru ókeypis á netinu og eru fyrir MAC og PC stýrikerfin - http://www.apple.com/itunes/download/ - www.getmiro.com

Hlaðvarp mbl.is er bæði fyrir MAC og PC stýrikerfi og fyrir flestar tölvur og tónhlöður (mp3 spilara)

Hægt er að nálgast Hlaðvarpssíðuna með því að smella á POD-merkið efst í vinstra dálki á forsíðu mbl.is eða slá inn slóðina http://www.mbl.is/podcast

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert