Homers-heilkennið eignað íslenskum sálfræðingi

Kannastu við að setja stundum óvart tannkrem á hárburstann? Eða fara út í bílskúr gagngert til þess að ná í eitthvað ákveðið en muna svo engan veginn hvað það var þegar út er komið?

Hversdagsgleymska af þessu tagi er nokkuð sem allir ættu að kannast við þótt sjaldan sé um hana talað, en það er einmitt það sem María K. Jónsdóttir taugasálfræðingur gerir í grein þar sem hún segir frá rannsóknum sínum á þessu hversdaglega fyrirbæri. Greinin bíður birtingar í breska sérfræðiritinu The Clinical Neuropsychologist, og hefur enn sem komið er aðeins birst á netinu, en hefur engu að síður vakið gríðarleg viðbrögð og fengið meiri athygli en Maríu óraði fyrir.

"Einhvern veginn fékk einhver blaðamaður í Bretlandi veður af þessu og úr því varð viðtal í Observer í gær.

Síðan þá er þetta komið í ein fjögur dagblöð í viðbót og svo hringdi BBC," segir María, sem í gærkvöldi var gestur í beinu útvarpsviðtali hjá útvarpsmanninum Phil Williams í breska ríkisútvarpinu.

Mistök sem allir gera

Eins og áður sagði hafa bresk dagblöð gert sér mat úr grein Maríu þótt fræðigreinar sem þessi veki nú ekki alltaf áhuga almennings. Að sögn Maríu er gild ástæða fyrir þessum vinsældum. "Þeim hefur einhvern veginn tekist að tengja þetta við Homer Simpson, kalla þetta "doh-moment" og birta mynd af Homer með umfjölluninni. Ég er ekki viss um að athyglin hefði orðið svona mikil nema vegna þess að verið er að frumsýna Simpson-myndina akkúrat núna og þetta er tengt við hana. Það er búið að poppa þetta svo upp, háalvarlega fræðigrein," segir María og hlær.

Þessa frétt er að finna í heild sinni í Morgunblaðinu á bls. 8 í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert