„Örvhenta genið“ fundið?

Örvhentir tala með hægri hlið heilans.
Örvhentir tala með hægri hlið heilans. AP

Heili örv­hentra er ólík­ur heila rétt­hentra. Þetta kem­ur fram í gena­rann­sókn vís­inda­manna sem telja sig hafa fundið fyrsta genið sem eyk­ur lík­urn­ar á því að fólk verði örv­hent.

Rann­sókn­art­eymi frá Há­skól­an­um í Oxford tek­ur að genið geti einnig aukið hætt­una á þróun geðsjúk­dóma á borð við geðklofa. Genið. LRRTM, virðist leika lyk­il­hlut­verk í stjórn­un þess hvaða hlut­ar heil­ans stjórna ákveðinni virkni líkt og tali og til­finn­ing­um. Niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar birt­ust í fag­tíma­rit­inu Mo­lecul­ar Psychia­try.

Heil­inn er ósam­hverf­ur

Í rétt­hentu fólki stjórn­ar vinstri hlið heil­ans venju­lega tali og tungu­máli, og hægri hliðin stjórn­ar til­finn­ing­um. Í örv­hentu fólki er því oft­ast öf­ugt farið, og halda vís­inda­menn­irn­ir að LRRT­M1 genið beri ábyrgð á þess­ari breyt­ingu.

Þá halda þeir að genið geti aukið hættu á geðklofa, ástands sem oft er tengt óvenju­legri heil­a­starf­semi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert