„Örvhenta genið“ fundið?

Örvhentir tala með hægri hlið heilans.
Örvhentir tala með hægri hlið heilans. AP

Heili örvhentra er ólíkur heila rétthentra. Þetta kemur fram í genarannsókn vísindamanna sem telja sig hafa fundið fyrsta genið sem eykur líkurnar á því að fólk verði örvhent.

Rannsóknarteymi frá Háskólanum í Oxford tekur að genið geti einnig aukið hættuna á þróun geðsjúkdóma á borð við geðklofa. Genið. LRRTM, virðist leika lykilhlutverk í stjórnun þess hvaða hlutar heilans stjórna ákveðinni virkni líkt og tali og tilfinningum. Niðurstöður rannsóknarinnar birtust í fagtímaritinu Molecular Psychiatry.

Heilinn er ósamhverfur

Í rétthentu fólki stjórnar vinstri hlið heilans venjulega tali og tungumáli, og hægri hliðin stjórnar tilfinningum. Í örvhentu fólki er því oftast öfugt farið, og halda vísindamennirnir að LRRTM1 genið beri ábyrgð á þessari breytingu.

Þá halda þeir að genið geti aukið hættu á geðklofa, ástands sem oft er tengt óvenjulegri heilastarfsemi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert