Segja ál stuðla að minni losun gróðurhúsalofttegunda

Samkvæmt nýrri rannsókn sem nýlega var kynnt af alþjóðlegum samtökum álframleiðenda, stuðlar notkun áls í fólksbifreiðum að minni losun gróðurhúsalofttegunda og orkunotkun. Í rannsókninni er sýnt fram á að sé litið til heildarlíftíma fólksbifreiða sem framleiddar voru árið 2006 er líklegt að heildarlosun gróðurhúsalofttegunda í heiminum minnki um jafngildi 140 milljónir tonna af koltvísýringi og orkunotkun minnki um jafngildi 60 milljarða lítra af hráolíu vegna notkunar áls, að því er segir í fréttatilkynningu.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar af Marlen Bertram sem starfar hjá Alþjóðlegu álstofnuninni (e. International Aluminium Institute, IAI) á ráðstefnu um ál og flutninga í Dalian í Kína í síðustu viku. Í erindi sínu fór hún meðal annars yfir niðurstöður rannsókna umhverfis- og orkurannsóknastofnunarinnar í Heidelberg í Þýskalandi. Hún leiddi í ljós að með því að auka notkun áls í fólksbifreiðum, vöruflutningabifreiðum, járnbrautavögnum, flugvélum og skipum mætti minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 660 milljónir tonna á ári, eða sem nemur um 9% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngutækjum í heiminum. Hún kynnti einnig nokkur raunveruleg dæmi þess hvernig notkun áls hefur dregið úr þyngd farartækja á síðustu árum.

„Niðurstöður okkar eru byggðar á rannsóknum Umhverfis- og orkurannsóknastofnunarinnar í Heidelberg í Þýskalandi og líkani sem við höfum hannað í okkar rannsóknum. Líkanið tekur inn í reikninginn alla losun gróðurhúsalofttegunda við framleiðslu álsins, við notkun farartækjanna og förgun þeirra. Útreikningar okkar eru ennfremur byggðir á opinberum upplýsingum um hvernig notkun áls og léttra álblandna hefur áhrif á þyngd bifreiða og annarra farartækja,” segir Marlen Bertram, sem stjórnaði rannsókninni, í fréttatilkynningu.

Ítarlegri upplýsingar um skýrsluna

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert