Segulörvun á heila gæti reynst vera ljós í myrkrinu fyrir sjúklinga sem eru með mjög takmarkaða meðvitund. Bandarískir læknar hafa skýrt frá því að þessari aðferð hafi verið beitt á 38 ára gömlum karlmanni sem hlaut mjög alvarlega áverka á heila. Eftir að hafa fengið slíka meðferð getur maðurinn nú sagt orð, hreyft sig, tuggið mat og kyngt auk þess sem hann getur nú drukkið vökva úr bolla.
Áður en aðferðinni var beitt gat maðurinn einvörðungu hreyft augun eða fingurna takmarkað. Frá þessu er greint í vísindaritinu Nature.
Aðferðin byggir á því að rafskautum er komið fyrir í höfuðkúpu viðkomandi sjúklings og straumur er sendur í heila og hann örvaður með þeim hætti.
Sérfræðingar segja hinsvegar nauðsynlegt að þetta verði rannsakað frekar.
Segulörvun í heila hefur þegar verið notuð til þess að lækna skjálfta sem eru fylgikvillar sjúklinga sem þjást af Parkinsonveiki, segir á vef BBC.