Notendum Apple tölva gefst nú kostur á að hlaða niður einingu, eða „widget” fyrir Dashboard hugbúnaðinn og þannig haft nýjustu fyrirsagnir fréttavefjar Morgunblaðsins, mbl.is á skjám sínum.
Dashboard er hugbúnaður fyrir Mac OS X stýrikerfið sem heldur utan um ýmis smáforrit, sem hægt er að nota til að birta upplýsingar eða sinna ýmsum minni verkefnum. Meðal þess sem fylgir Dashboard er rissblokk, veðurspá, dagatal og vefleit svo nokkuð sé nefnt.
Þá má hlaða niður sérhæfðum einingum fyrir hugbúnaðinn frá ýmsum aðilum, og er hin nýja eining mbl.is gott dæmi um slíkt.
Eininguna má sækja á eftirfarandi slóð: http://www.apple.is/dashboard/mbl.is.zip