Veðuröfgar aukast

Um 30 milljónir manna eru í vandræðum vegna óvenjulega mikilla …
Um 30 milljónir manna eru í vandræðum vegna óvenjulega mikilla rigninga í S-Asíu Reuters

Aukinna öfga í veðri á borð við óvenjuleg flóð, hitabylgjur, storma og kuldaköst, víðsvegar um heiminn hefur gætt síðan um áramót. Samkvæmt bráðbirgðatölum veðurstofu Sameinuðu þjóðanna (WMO) var meðalhiti á yfirborði jarðar talsvert hærri í janúar og febrúar á þessu ári en að öllu jöfnu og sá mesti sem mælst hefur.

Samkvæmt tölunum var hitastig jarðar 1,89 gráðu yfir meðallagi í janúar og 1,37 gráðu í febrúar. Þá mældist hiti í Evrópu fjórum gráðum yfir meðaltali í apríl.

Fjöldi manna hefur orðið fyrir barðinu á óvenjulegu veðri á árinu. Aldrei hefur rignt jafn mikið í Bretlandi á tímabilinu maí til júlí og ollu miklar rigningar flóðum. Þá urðu miklar hitabylgjur í suðausturhluta Evrópu. Mikil rigning olli usla í Kína í júní auk þess sem að óvenjulega miklar rigningar á rigningatímabilinu í S-Asíu hafa valdið um 30 milljónum manna vandræðum.

Veðuröfgarnar eru reyndar sagðar í samræmi við spár Alþjóðlega vísindaráðsins um loftslagsbreytingar (IPCC). Í skýrslu ráðsins, sem út kom fyrr á árinu sagði m.a. að gróðurhúsaáhrifa gætti nú þegar og að búast mætti við enn auknum öfgum í veðri vegna þeirra

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert