Kúluvömbin óholl hjartanu

Þó það geti verið gott að klípa í vömbina þá …
Þó það geti verið gott að klípa í vömbina þá er hún sögð vera merki þess að hjartað og æðarnar séu í hættu. mbl.is/ÞÖK

Vís­inda­menn hjá há­skóla í Texas í Banda­ríkj­un­um hafa varað við því að jafn­vel þótt fólk sem með litla kúlu­vömb geti hún aukið hætt­una á hjarta- og æðasjúk­dóm­um.

Fram kem­ur á frétta­vef BBC að vís­inda­menn­irn­ir hafi kom­ist að því að þeir sem séu breiðir um sig miðjan, óháð því hvort þeir séu með stór­ar eða litl­ar mjaðmir, eigi í hættu á því að þróa með sér hjarta­sjúk­dóma, þ.e. breitt mitt­is­mál væri vís­ir að því.

Þetta er sagt styðja aðrar rann­sókn­ir sem sýnt hafa fram á að mitt­is­mál fólks, frem­ur en heild­arþyngd fólks, sé lyk­ilþátt­ur sem segi til um það hvort fólk mun þróa með sér hjarta­sjúk­dóma eður ei.

Alls voru 2.744 ein­stak­ling­ar rann­sakaðir. Rann­sókn­in leiddi í ljós að ef mitt­is­mál kvenna mæl­ist vera 81 cm, eða meira, og ef mitt­is­mál karla mæl­ist vera 94 cm, eða meira, eigi viðkom­andi ein­stak­ling­ur í „auk­inni“ hættu á því að þróa með sér hjarta- og æðasjúk­dóma.

Rann­sókn­arniður­stöðurn­ar eru birt­ar í vís­inda­rit­inu Journal of the American Col­l­e­ge of Car­di­ology.

Vís­inda­menn­irn­ir rann­sökuðu karla og kon­ur sem höfðu áður geng­ist und­ir lækn­is­rann­sókn­ir þar sem kannað var hvort greina mætti fitu­hrörn­un slagæða hjá því, en það er þegar slagæðar fólks þrengj­ast eða harðna er merki um að fólk sé að þróa með sér hjarta- og æðasjúk­dóma.

Hægt er að kynna sér rann­sókn­ina nán­ar hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert