Löngun fólks í ruslfæði sögð vera „arfgeng“

Verðandi mæður ættu að halda sig frá djúpsteiktum mat að …
Verðandi mæður ættu að halda sig frá djúpsteiktum mat að mati vísindamannanna. AP

Mæður sem borða ruslfæði á meðan meðgöngu stendur geta haft áhrif á framtíðarmatarvenjur barna sinna. Þetta segja vísindamenn sem hafa verið að gera rannsóknir á dýrum.

Vísindamenn hjá Konunglega dýralækningaháskólanum komust að því að þegar þeir gáfu þunguðum rottum kex, kartöfluflögur og önnur sætindi þá átu afkvæmi þeirra meira af óhollu fæði.

Vísindamennirnir segja að rannsókn British Journal og Nutrition sýni fram á að hegðun rottunnar hafi verið „forrituð“ í móðurkviði.

Næringarfræðingar hafa lagt áherslu á mikilvægi þess að verðandi mæður borði sem fjölbreyttasta fæðu. Vísindamenn hafa þegar sýnt fram á það, hvað mannfólk varði, að matarfæði fólks á upphafsárum þess geti bókstaflega mótað framtíð þess. T.a.m. hvort viðkomandi einstaklingur eigi í hættu á að glíma við offituvandamál eða hjarta- og æðasjúkdóma.

Þessar nýjustu rannsóknir benda hinsvegar til þess, a.m.k. hvað rottur varðar, að of mikil neysla á óhollu fæði á meðan meðgöngu stendur getur verið skaðleg fóstrinu.

Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert