Greina ekki rétt frá sykurneyslunni

Offita er að verða alvarlegt heilbrigðisvandamál í Bretlandi líkt og …
Offita er að verða alvarlegt heilbrigðisvandamál í Bretlandi líkt og víðar í heiminum. AP

Fólk sem glímir við offitu vanmetur sykurmagnið sem það innbyrðir. Þetta veldur því að rannsóknir, sem byggja á upplýsingum frá offitusjúklingunum sjálfum, verða óáreiðanlegar.

Með nýju þvagprófi er í fyrsta sinn hægt að greina hversu mikinn sykur fólk hefur látið í sig. Breskir vísindamenn nýttu sér þessa nýju tækni til að meta hvort upplýsingar fólks um sykurinntöku sína væru réttar. Hundruð sjálfboðaliða tóku þátt í rannsókn þeirra sem vefsíða BBC news greinir frá.

Hingað til hafa rannsóknir bent til þess að sykurneysla sé ekki tengd offitu. Samkvæmt bresku vísindamönnunum er þó ekki mark á þeim takandi því þær byggðu á upplýsingum frá sjúklingunum sjálfum. Bretarnir segja þvag- og blóðprufur hafa bent til þess að feita fólkið í þeirra rannsókn borðaði meira af sykri og neytti minna c-vítamíns en þeir sem grennri eru. Engu að síður endurspegluðu svör þeirra um eigin neyslu þetta ekki.

Bresk stofnun sem vinnur gegn offitu segir þá tilhneigingu of feitra sjúklinga að draga úr neyslu sinni vera stórfellt vandamál í glímunni við offituvandann. Þar á bæ telja menn að nýja þvagprófið geti gagnast sjúklingum og læknum vel við að komast að rót meinsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert