Annað líf í sýndarveruleika

Undanfarin misseri hafa vinsældir sýndarheimsins Second Life aukist mjög. Í þessum heimi leikur fólk persónur sem það býr til eftir eigin höfði. Sumir byggja sér hús, aðrir stofna fyrirtæki og enn aðrir gifta sig. Í sýndarheiminum er raunverulegt hagkerfi. Gjaldmiðillinn heitir Lindendalur og fyrir einn Bandaríkjadal fást um 275 Lindendalir.

Hagfræðingar áætla að undanfarin ár hafi um 31,5 milljörðum króna verið eytt í Second Life.

Svíþjóð hefur sendiráð í sýndarheiminum og fréttaritari frá Reuters er í fullu starfi við að fylgjast með því sem þar fer fram.

Fjölmörg fyrirtæki hafa sett upp skrifstofur eða útibú í Second Life og gefið er út tímarit um fræga íbúa sýndarheimsins. Þekktir tónlistarmenn, rithöfundar og stjórnmálamenn hafa allir kynnt störf sín í Second Life. Allt vekur þetta upp spurningar um hvar mörkin á milli sýndar og veruleika liggja.

Fjallað verður nánar um þetta í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. .

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert