Bannað að auglýsa vörn gegn farsímageislum

Umfjöllun um Expertise 3P á heimasíðu Clarins.
Umfjöllun um Expertise 3P á heimasíðu Clarins.

Breska snyrtivöruframleiðandanum Clarins hefur verið bannað að auglýsa, að nýr húðúði fyrirtækisins veiti m.a. vörn gegn farsímageislum. Breska auglýsingaeftirlitsstofnunin segir, að engar vísbendingar hafa fundist um að úðinn, sem nefnist Clarins Expertise 3P, veiti vörn gegn rafsegulbylgjum.

Clarins setti Expertise 3P á markað í janúar og hefur síðan auglýst úðann mikið í Bretlandi. Auglýsingastofnunin hefur fengið sex kvartanir vegna þessara auglýsinga og hefur nú bannað Clarins að auglýsa snyrtivöruna með þessum hætti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert