Fornleifafræðingar í Finnlandi hafa fundið bút af trjákvoðu úr birkitré sem þeir telja að hafi verið notaður sem tyggigúmmí á steinöld. Fornleifafræðingarnir fundu bútinn meðal örvarodda, skartgripa og leirdiska nærri Oulu sem er um 620 kílómetra norðan við Helsinki.
Telja fræðimenn að trjákvoða hafi aðallega verið notuð sem lím til að gera við brotna hluti.
Tyggigúmmíið er á bilinu 5500 og 6000 ára gamalt.
Það var breskur fornleifafræðinemi, Sarah Pickin sem fann gripinn og fann hún ásamt fjórum öðrum nemendum einnig örvarodd og hring með rafi.