Fallegt fólk þénar mest

Keppendur í fegurðasamkeppni unglingsstúlkna eru sérstaklega hjálpsamar ef marka má …
Keppendur í fegurðasamkeppni unglingsstúlkna eru sérstaklega hjálpsamar ef marka má rannsóknina. Reuters

Útlit hefur áhrif á launaumslagið, segja vísindamenn Háskóla Kaliforníu. Fallegt fólk þénar meira heldur en ljótara – og er hjálpsamara. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Ef til vill halda margir að útlitið skipti engu máli og hæfni þeirra ráði úrslitum um launin. Nú hafa vísindamenn í Kalforníu komist að því að fallegt fólk þénar 12% meira heldur en ljótara fólk. Það gagnast fólki ekki heldur að líta venjulega út. Fólk sem er hvorki sérstaklega fallegt né ljótt þénar 7% minna heldur en þeir fallegustu, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar sem birtist í Journal of Economic Psychology.

Ein af ástæðum þess að fallegt fólk þénar meira er að sýnir einnig meiri samstarfsvilja. Þar fyrir utan á það auðveldara með að fá samstarfsfólk til að sýna samstarfsvilja. Ein af ástæðum þess að fólk vill frekar vinna með fallegu fólki er að það þykir hjálpsamara. Rannsakendur fundu það út að litið var á 39% aðlaðandi fólks sem hjálpsamt, en hlutfallið féll niður í 16% fyrir venjulega útlítandi fólk og aðeins 6% fyrir minna aðlaðandi fólk.

Fallegt fólk er því einnig farsælara en aðrir. Því gengur betur að vinna í hóp, þar sem allir í hópnum sýna samstarfsvilja í nærveru þess. Í rannsókninni skiptu rannsakendur starfsfólki fyrirtækja í þrjá hópa; aðlaðandi fólk, venjulegt og minna aðlaðandi og fylgdist með aðferðum þeirra og árangri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert