Tyrannosaurus rex hefði getað stungið knattspyrnumann af

Ef David Beckham færi kapp við T. rex risaeðluna væri …
Ef David Beckham færi kapp við T. rex risaeðluna væri Beckham í vandræðum, ef marka má niðurstöður Háskólans í Manchester. AP

Risaeðlan Tyrannosaurus rex hefði getað stungið knattspyrnumann af ef marka má niðurstöður tölvulíkans sem var notað til þess að áætla hlaupahraða risaeðla. Í líkaninu voru notaðar upplýsingar sem fengust úr steingervingum í stað þess að byggja á eldri rannsóknarniðurstöðum á nútímadýrum.

Háskólinn í Manchester birti rannsóknina í Proceedings of the Royal Society B, þar kemur fram að T. rex risaeðlan hafi getað hlaupið á 18 mílna hraða á klst., eða átta metra á sekúndu.

Hraðskreiðustu risaeðlurnar voru smávaxnar kjötætur með tvo fætur. Þessi dýr, sem kallast Compsognathus, voru á stærð við kjúkling og náðu að hlaupa á 40 mílna hraða á klst., eða 18 metra á sekúndu.

Eini fuglinn sem getur náð slíkum hraða nú á tímum er strúturinn. Til samanburðar má nefna að frjálsíþróttamaður sem tekur þátt í 200 metra spretthlaupi getur náð 27 mílna hraða á klst., sem nemur 12 metrum á sekúndu.

T. rex risaeðlan gat hinsvegar náð 18 mílna hraða á klst., þ.e. hlaupið átta metra á sekúndu, sem er örlítið hraðar en meðalhraði atvinnumanns í knattspyrnu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka