Íslenskar konur þyngri en þær dönsku

Offita hefur verið að aukast í Evrópu á undanförnum árum.
Offita hefur verið að aukast í Evrópu á undanförnum árum. Reuters

Hreyf­ing­ar­leysi og rangt mataræði eru áhrifa­vald­ar í sex af sjö helstu áhættuþátt­um slæmr­ar heilsu í Evr­ópu. Ofþyngd og offita hef­ur auk­ist mjög hratt síðustu tvo ára­tugi og er talið að í meiri­hluta ríkja ESB sé yfir helm­ing­ur íbúa yfir kjörþyngd, að því er kem­ur fram á heimasíðu Lýðheilsu­stöðvar.

Í grein á frétta­vef Politiken kem­ur fram að ít­alsk­ar og aust­ur­rísk­ar kon­ur eru létt­ari en kyn­syst­ur þeirra í Evr­ópu. Dansk­ar kon­ur sitja í þriðja sæti, en 9,1% þeirra eru of þung­ar sam­kvæmt lista Eurostat yfir ofþyngd kvenna í Evr­ópu. Til sam­an­b­urðar eru 23% breskra kvenna of þung­ar, sem er það hæsta sem ger­ist inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins.

40% ís­lenskra kvenna yfir kjörþyngd

Íslensk­ar kon­ur væru í átt­unda sæti á list­an­um sam­kvæmt síma­könn­un Lýðheilsu­stöðvar frá ár­inu 2001, en þar kem­ur fram að 12,3% ís­lenskra kvenna þjást af offitu, eða eru með yfir BMI stuðul yfir 30 kg/​m². Taka verður til­lit til að í síma­könn­un, þar sem ekki fer fram eig­in­leg mæl­ing, er hætta á van­mati, þ.e. að fólk seg­ist létt­ara held­ur en það er í raun og veru.

Þá kem­ur fram í könn­un­inni að 40% ís­lenskra kvenna eru yfir kjörþyngd (BMI yfir 25 kg/​m²). Hlut­fall ís­lenskra karla sem þjást af offitu er svipað og hjá kon­um en hlut­fall karla yfir kjörþyngd er tölu­vert hærra eða 57%.

Hjól­in grenna dansk­ar kon­ur

Í Dan­mörku þakka menn hjóla­menn­ing­unni góða heilsu kvenna. Á eft­ir Hol­lend­ing­um hjóla Dan­ir mest allra Evr­ópu­búa. Þá hef­ur það áhrif, sam­kvæmt for­manni dönsku hjólareiðasam­tak­anna, að ef fjöl­skylda á aðeins einn bíl hjól­ar kon­an oft­ar en karl­inn.

Borg­ar­bú­ar hjóla oft­ar en aðrir í Dan­mörku. 60% íbúa Kaup­manna­hafn­ar nota hjól frek­ar held­ur en bíl og það sama gild­ir um íbúa Árósa og Óðinsvéa.

Listi Eurostat yfir hlut­fall of­feitra kvenna frá 15 ára aldri í nokkr­um ríkj­um ESB:

Ítal­ía: 7,9%

Aust­ur­ríki: 8,6%

Dan­mörk: 9,1%

Frakk­land: 9,2%

Svíþjóð: 9,6%

Hol­land: 9,9%

Grikk­land: 10,8%

Belg­ía: 11,8%

Pól­land: 12,4%

Spánn: 13,5%

Finn­land: 14,5%

Portúgal 15,9%

Ung­verja­land: 18,1%

Þýska­land: 21,7%

Bret­land: 23,0%

Hjólamenning Kaupmannahafnar heldur íbúum hennar í formi.
Hjóla­menn­ing Kaup­manna­hafn­ar held­ur íbú­um henn­ar í formi. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert