Slæmur yfirmaður gerir starfið niðurdrepandi

Öll niður­drep­andi störf eru niður­drep­andi af sömu ástæðum, hvort sem maður er send­ill eða at­vinnumaður í knatt­spyrnu, seg­ir banda­rísk­ur met­sölu­höf­und­ur og stjórn­un­ar­ráðgjafi sem hef­ur rann­sakað málið og skrifað bók um niður­stöður sín­ar. Það sem úr­slit­um ræður í öll­um til­vik­um er það sama: Slæm­ir yf­ir­menn.

Lág laun, ein­hæf vinna og lang­ar ferðir til og frá vinnustað hef­ur allt slæm áhrif á vinn­ugleðina, seg­ir stjórn­un­ar­ráðgjaf­inn, Pat­rick Lencioni. En það sem raun­veru­lega sker úr um hvort starfs­mönn­um finnst vinn­an gef­andi eða niður­drep­andi er viðmót yf­ir­mann­anna, seg­ir hann í bók sinni, „The Three Signs of a Misera­ble Job,“ eða Þrjú ein­kenni öm­ur­legs starfs.

Þessi þrjú ein­kenni eru í fyrsta lagi að yf­ir­menn og stjórn­end­ur sýna lít­inn áhuga á starfs­fólk­inu, upp­runa þess og til­veru; í öðru lagi að starfs­fólkið verði ekki vart við að störf sín skipti nokk­urn mann máli, ekki einu sinni yf­ir­menn­ina; í þriðja lagi að starfs­fólkið eigi enga mögu­leika á að mæla frammistöðu sína með hlut­læg­um hætti. Árang­ur í starf­inu virðist byggj­ast á skoðunum og dynt­um ein­hverra annarra.

Lencioni seg­ir að hug­mynd­in að bók­inni hafi kviknað af minn­ingu sinni um hversu óánægður faðir sinn hafi verið í starfi. „Hon­um tókst að ná ár­angri þrátt fyr­ir yf­ir­menn sína, en ekki vegna þeirra, og það er bil­un.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert