Blogger undir árás tölvuþrjóta

Notendur Blogger ættu að varast falsaðar færslur.
Notendur Blogger ættu að varast falsaðar færslur. Reuters

Ill­skeytt­ir tölvuþrjót­ar setja nú falsaðar færsl­ur inn á bloggsíður vef­um­sjón­ar­kerf­is­ins Blog­ger. Í færsl­un­um er að finna hlekki inn á vírusa sem hlaðast inn á tölv­una og geta eyðilagt Windows PC tölv­ur.

Gögn­um úr sýkt­um tölv­um er stolið og þau seld eða notuð í aðrar árás­ir. Röð árása hafa dunið á Blog­ger síðan um ára­mót, fram­kvæmd­ar af glæpa­gengi sem talið er að hafi stolið gögn­um úr þúsund­um tölva.

Fölsuðu færsl­urn­ar birt­ust fyrst þann 27. ág­úst. Nú hafa hundruð heimasíða verið upp­færðar með sýkta hlekkn­um. Ekki er víst hvernig hlekkj­un­um er komið fyr­ir. Grun­ur leik­ur á að þeir komi með færsl­um sem send­ar eru með tölvu­pósti eða að heimasíðurn­ar sem um ræðir séu falsaðar og til þess gerðar að birta hlekk­inn.

Hlekk­irn­ir eru ým­ist falsk­ir YouTu­be-hlekk­ir, skila­boð frá fyr­ir­tæki í leit að fólki til að prófa nýj­an hug­búnað eða hlekk­ur inn á tölvu­boðskort.

Sama glæpa­gengi hef­ur ráðist með ýms­um hætti á Blog­ger síðan í janú­ar á þessu ári. Fyrsta árás­in bar nafnið Tróju­storm­ur­inn. Grun­ur leik­ur á að hóp­ur­inn hafi stolið gögn­um úr yfir millj­ón PC tölva á síðustu átta mánuðum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert