Flestar bilanir í hemlabúnaði

Í þriðjungi bifreiða reyndist vera bilun í hemlabúnaði.
Í þriðjungi bifreiða reyndist vera bilun í hemlabúnaði. mbl.is/Kristinn

Í bifreiðaskoðunum Evrópusambandsins í Noregi kom í ljós að flestar bilanir voru í hemlum bifreiða, eða í þriðjungi tilfella. Norðmenn keyra flestir líkt annað innanbæjarfólk tiltölulega hægt, yfir margar hraðahindranir og á milli margra staði.

Slíkt ökulag krefst þess sjaldan að ökumaður snögghemli. Ökulagið leggur því lítið álag á afturhemla bifreiðarinnar sem leiðir til þess að þeir ryðga og eyðileggjast. Þetta getur gerst í tiltölulega nýjum bílum, að sögn sérfræðings Evrópusambandsins.

Bifreiðaskoðun Noregs sendi út 137.000 alvarlegar aðvaranir eftir ESB-eftirlit í fyrra, þar af 34.000 sem snéru að hemlum og hemlabúnaði, að því er kemur fram á fréttavef Aftenposten.

15.000 athugasemdir fjölluðu um ljósabúnað, en líkt og á Íslandi eiga ljós norskra bifreiða alltaf að vera kveikt á meðan henni er ekið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka