Til eru stafrænar myndavélar af öllum stærðum og gerðum og samkvæmt nýrri könnun er þær flestar mjög góðar. Canon Digital Ixus 70D þótti besta myndavélin í flokki sjálfvirkra myndavéla.
Danska neytendablaðið Tænk prófaði 60 smáar, sjálfvirkar myndavélar og þóttu 25 þeirra vera mjög góðar. Í flokki stórra sjálfvirkra- og hálfsjálfvirkra myndavéla þóttu 25 vélar af 34 vera góðar.
Þótt gæði myndavélanna hafi verið svipuð var verð mjög ólíkt. Hægt var að finna myndavél í háum gæðaflokki á 12.000 íslenskra krónur, en þær dýrustu kostuðu um 50.000 íslenskar krónur.
Hæstu einkunn hlaut myndavélin Canon Digital Ixus 70, sem þykir vera gæðagripur auk þess sem hún er handhæg og tiltölulega ódýr.
Í flokki stærri myndavéla þótti Panasonic Lumix DMC-FZ30 vera best. Hún þótti einnig skara fram úr á síðasta ári. Sú myndavél er flokkuð sem hálfgildings atvinnuvél, þar sem hún hefur marga hálfsjálfvirk með stillingarmöguleika. Niðurstöður Tænk um gæði 94 stafrænna myndavéla