Á F-15 þotu yfir Íslandi í Google Earth

Á flugi yfir miðborg Reykjavíkur
Á flugi yfir miðborg Reykjavíkur mbl.is

Sýndarhnattlíkanið Google Earth kom út í nýrri útgáfu fyrir um tveimur vikum og hefur vakið talsverða athygli vegna þess möguleikans á því að ferðast um himingeiminn og kynnast vetrarbrautum og stjörnum auk þess að skoða jörðina sjálfa. Nú hefur fundist svokallað ,,páskaegg" í forritinu, viðbót sem hvergi hefur verið kynnt, en það er flughermir þar sem hægt er að ferðast um heiminn á F-15 orrustuþotu, eða á eins hreyfils flugvél.

Flughermirinn er ræstur með því að kveikja á nýjustu útgáfu forritsins og þrýsta á lyklana Ctrl, Alt og A í senn. Þá kemur upp einföld valmynd sem gefur kost á tveimur flugvélum og nokkrum flugvöllum. Þar að auki er einfaldlega hægt að ræsa herminn á þeim stað þar sem notandinn er staddur í forritinu og þannig fljúga hvar sem hverjum sýnist.

Ef ætlunin er að ferðast um langa vegu í herminum er þó mælt með F-15 þotunni umfram SR 22 vélina, þar sem sú fyrrnefnda er mun hraðskreiðari.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert