Boeing-verksmiðjurnar tilkynntu í dag að fyrsta flugi nýju 787 þotunnar, eða Dreamliner, hefði enn verið frestað fram vetrarbyrjun vegna þess að hægar gengi en áætlað hefði verið að gera fyrstu vélina klára. Icelandair er meðal flugfélaga sem hafa þegar samið um kaup á Dreamliner.
Upphaflega var áætlað að fyrsta flug vélarinnar yrði fljótlega upp úr ágústlokum, en í snemma í síðasta mánuði var tilkynnt að líklega yrði það ekki fyrr en í október. Í dag var svo greint frá því að enn lengra væri í jómfrúrflugið. Þessar tafir eiga þó engu að breyta um að fyrstu vélarnar verið afhentar viðskiptavinum, japanska flugfélaginu All Nippon Airways, í maí á næsta ári.
Dreamliner verður fyrsta stóra farþegaflugvélin sem smíðuð verður að mestu úr samsettum plasttrefjaefnum, og segir Boeing að það geri hana léttari, sparneytnari og ódýrari í viðhaldi.