Gufur frá örbylgjupoppkorni kunna að vera skaðlegar

ConAgra Foods Inc., stærsti framleiðandi örbylgjupoppkorns í Bandaríkjunum, segist ætla að breyta uppskriftum, sem notaðar eru til að framleiða Orville Redenbacher og Act II poppkornstegundir á næsta ári og fjarlægja bragðefni, sem talið er hafa valdið lungasjúkdómum í starfsmönnum í verksmiðjum fyrirtækisins.

Í gær sendi læknir hjá læknarannsóknastofnun í Denver bréf til bandarískra alríkisstofnana þar sem hann segir, að hugsanlega geti neytendur skaðast af gufum, sem leggja frá bragðefnum í örbylgjupoppkorni.

Talsmaður ConAgra segir að ákveðið hafi verið að fjarlægja efnið úr poppkorni fyrirtækisins vegna þess að starfsmenn, sem meðhöndla það í stórum skömmtum, geti beðið tjón af. Diacetyl er talið geta valdið sjaldgæfum en lífshættulegum sjúkdómi, sem nefndur er poppkornslungu.

Cecile Rose, lungnalæknir í Denver, segir í bréfi sem hann sendi frá sér í gær, að læknar þar í borg hafi fengið til meðferðar mann sem fengið hafi þennan sjúkdóm, væntanlega vegna þess að hann hitaði poppkorn í örbylgjuofni nokkrum sinnum á dag um árabil.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert