Steve Jobs, forstjóri Apple, kynnti í gærkvöldi endurhannaðan iPod spilara sem hægt er að tengja með þráðlausum hætti við netið og er með innbyggðan vefskoðara. Þá tilkynnti Jobs einnig verðlækkun á iPhone, sem til þessa hafa aðeins verið seldir í Bandaríkjunum.
„Við viljum leggja marga iPhone undir jólatrén í ár," sagði Jobs.
Nýi iPod spilarinn er nefndur iPod Touch. Geta notendur hlaðið lög niður þráðlaust og einnig er hægt að tengjast netinu þráðlaust á kaffihúsum Starbucks keðjunnar. Tækið er 8 millimetra þykkt með 3,5 tommu skermi. Verðið verður 299 dalir í Bandaríkjunum em 16 gígabæta útgáfa mun kosta 399 dali.