Óhollt fyrir hjartað að fara snemma á fætur

Það eru gömul vísdómsorð að morgunstund gefi gull í mund, en ný japönsk rannsókn bendir til að þeim sem fara snemma á fætur sé hættara við hjartakvillum. Leiddi rannsóknin í ljós tengsl á milli fótaferðatíma og hjarta- og æðasjúkdóma.

Rúmlega þrjú þúsund hraustir einstaklingar á aldrinum 23-90 ára tóku þátt í rannsókninni. Þeim sem fóru snemma á fætur var hættara við háþrýstingi og heilablóðfalli.

Í niðurstöðunum er aftur á móti tekið fram, að flestir þeirra sem fóru snemma á fætur hafi verið eldra fólk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert