Vísbending um að menn séu gáfaðri en apar

AP

Niður­stöður nýrr­ar rann­sókn­ar benda til að menn séu gáfaðri en apar. Sýndi rann­sókn­in að börn áttu auðveld­ara með fé­lags­mót­un en full­orðnir órang­út­an­ar og simp­ans­ar. Heil­inn í mönn­um er um það bil þre­falt stærri en heil­inn í þeim fremd­ar­dýr­um sem eru skyld­ust þeim.

Þegar tveggja og hálfs árs börn fengu í hend­ur pípu sem í var mat­ur eða leik­fang fylgdu þau for­dæmi rann­sak­end­anna við að ná inni­hald­inu út, en ap­arn­ir ein­beittu sér að því að reyna að bíta í píp­una eða brjóta hana.

Get­an til að læra af for­dæmi annarra ger­ir manna­börn­um kleift að þróa fé­lags­lega- og lík­am­lega hæfni, segja höf­und­ar rann­sókn­ar­inn­ar, sem greina frá niður­stöðum sín­um í tíma­rit­inu Science sem kem­ur út í dag.

Rann­sókn­in var gerð við Max Planck stof­un­ina í þró­un­ar­mann­fræði í Leipzig í Þýskalandi. Rann­sakaðir voru 100 simp­ans­ar, 30 órang­út­an­ar og 100 manna­börn, tveggja og hálfs árs.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert