Vísbending um að menn séu gáfaðri en apar

AP

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að menn séu gáfaðri en apar. Sýndi rannsóknin að börn áttu auðveldara með félagsmótun en fullorðnir órangútanar og simpansar. Heilinn í mönnum er um það bil þrefalt stærri en heilinn í þeim fremdardýrum sem eru skyldust þeim.

Þegar tveggja og hálfs árs börn fengu í hendur pípu sem í var matur eða leikfang fylgdu þau fordæmi rannsakendanna við að ná innihaldinu út, en aparnir einbeittu sér að því að reyna að bíta í pípuna eða brjóta hana.

Getan til að læra af fordæmi annarra gerir mannabörnum kleift að þróa félagslega- og líkamlega hæfni, segja höfundar rannsóknarinnar, sem greina frá niðurstöðum sínum í tímaritinu Science sem kemur út í dag.

Rannsóknin var gerð við Max Planck stofunina í þróunarmannfræði í Leipzig í Þýskalandi. Rannsakaðir voru 100 simpansar, 30 órangútanar og 100 mannabörn, tveggja og hálfs árs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert