Farsímatæknin orðin 20 ára

Um sjö milljarðar SMS skilaboða eru send á hverjum degi.
Um sjö milljarðar SMS skilaboða eru send á hverjum degi. Reuters

Farsíma­tækn­in er orðin 20 ára göm­ul, en þann 7. sept­em­ber árið 1987 und­ir­rituðu 15 farsíma­fyr­ir­tæki sam­komu­lag um að búa til farsíma­kerfi sem bygg­ir á GSM-tækn­inni (Globas System for Mobile Comm­unicati­on).

Sam­kvæmt GSM Associati­on eru yfir 2,5 millj­arðar sem not­ast við tækn­ina í dag, þar af eru 445 millj­ón­ir í Kína.

Svo virðist sem að áhrif farsímaspreng­ing­ar­inn­ar séu ekki far­in að dvína held­ur þvert á móti, en íbú­ar fjöl­margra þró­un­ar­ríkja eru nú farn­ir að fjár­festa í farsím­um.

Robert Conway, formaður GSM Associati­on, seg­ir að menn líti á sam­komu­lagið, sem var und­ir­ritað árið 1987, sem stund­ina þegar farsímaiðnaðinum var hleypt af stokk­un­um.

Þrátt fyr­ir að tækni­leg út­færsla á GSM tækn­inni hafi haf­ist fyrr þá skuld­batt sam­komu­lagið frá 1987 farsíma­fram­leiðend­urn­ar að smíða kerfi í kring­um tækn­ina.

Frétta­vef­ur BBC greindi frá þessu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert