40% allra dauðsfalla tengd mengun og óhreinindum

Stúlkur bera drykkjarvatnspotta í Patna, höfuðstað Bihar-héraðs á Indlandi.
Stúlkur bera drykkjarvatnspotta í Patna, höfuðstað Bihar-héraðs á Indlandi. Reuters

Líf­ræn óhrein­indi og meng­un vegna til­bú­inna efna í and­rúms­loft­inu og drykkjar­vatni eiga af­ger­andi þátt í 40% dauðsfalla í heim­in­um, sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar banda­rískr­ar rann­sókn­ar. Sam­kvæmt niður­stöðunum má rekja dauða 62 millj­óna manna á hverju ári til meng­un­ar og óhrein­inda. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Jyl­l­ands-Posten.

Rann­sókn­in bygg­ir á sam­an­b­urði á óhrein­ind­um í nán­asta um­hverfi fólks og tíðni dauðsfalla á af­mörkuðum svæðum en eng­ar viður­kennd­ar mæl­ing­araðferðir á óhrein­ind­um í um­hverf­inu eru til. Á norður­slóðum er þó talið að meng­un frá Tsjernó­byl í Úkraínu sé veiga­mesti um­hverf­is­meng­un­arþátt­ur­inn en Tsjernóýl er eitt af tíu svæðum ver­ald­ar sem eru tal­in mest meng­andi fyr­ir um­hverfið.

Dav­id Pi­mentel, líf­fræðing­ur við hinn virta Cornell há­skóla í Banda­ríkj­un­um, seg­ir í grein sinni um rann­sókn­ina sem birt er á vef Li­veScience að þó vitað hafi verið að óhrein­indi stuðluðu að verri heilsu hafi það komið á óvart hversu mik­il áhrif­in eru.

Þá seg­ir hann ljóst að óhreint drykkjar­vatn hafi hvað mest áhrif á heilsu fólks en sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­ar­inn­ar (WHO) býr rúm­lega einn millj­arður manna við skort á hreinu drykkjar­vatni. Sér­fræðing­ar segja að um 80% allra um­hverf­is­sýk­inga ber­ast í manns­lík­amann úr drykkjar­vatni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka