Hættan af getnaðarvarnapillunni ekki jafn mikil og talið var

mbl.is/Sverrir

Svo virðist sem notkun getnaðarvarnarpillunnar sé ekki jafn hættuleg og ýmsir hafa talið en samkvæmt rannsókn sem staðið hefur yfir í 36 ár þá eru í það minnsta kostir við notkun hennar gæti vegið upp á móti hættunni við að taka pilluna.

Sýnt hefur verið að notkun getnaðarvarnarpillunnar eykur hættuna á brjósta- og leghálskrabbameini. Í greiningu á gögnum sem gerð hefur verið við háskólann í Aberdeen kemur fram að notkun pillunnar í takmarkaðan geti hins vegar minnkað líkurnar á að fá ýmsar aðrar gerðir krabbameins.

Rannsóknin sem um ræðir hefur staðið yfir frá því árið 1968 og hefur skýrslum um notkun kvenna á pillunni verið skilað á hálfs árs fresti. Samkvæmt gögnum þá virðist sem svo að konur sem taki pilluna í minna en átta ár séu um 12% síður líklegri til að fá krabbamein en aðrar konur.

Mest mældist lækkuð tíðni krabbameins í móðurlífi, þörmum og eggjastokkum, og virðist sem svo að verndaráhrifa pillunnar gæti í allt að 15 ár eftir að notkun hennar er hætt.

Rannsóknin sýndi reyndar að hættan á krabbameini eykst með árunum og þær konur sem verið höfðu lengur en átta ár á pillunni voru líklegri en aðrar konur til að fá krabbamein. Þá sýna gögnin einkum áhrif eldri gerða getnaðarvarnapillunnar, en ekki er talið útilokað að nýrri gerðir, sem minni reynsla er komin á, geti haft önnur áhrif á líkama kvenna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert