Japanska fyrirtækið Sony er að setja á markaðinn nýja myndavél, sem tekur myndir þegar fyrirsæturnar brosa. Í myndavélinni er forrit sem þekkir bros og smellir þá sjálfvirkt af. Ef t.v. er verið að taka fjölskyldumynd er hægt að stilla myndavélina á andlitið á yngsta barninu og þegar það brosir smellir vélin af. Einnig er hægt að stilla hvort vélin tekur mynd af brosi eða skellihlátri. Vélin mun kosta jafnvirði um 23 þúsund króna í Japan.