Neysla grænmetis og ávaxta dregur úr líkum á lungnakrabba

mbl.is/Ómar

Reyk­inga­menn, sem borða mikið af ávöxt­um og græn­meti, eru ekki í eins mik­illi hættu á að fá lungnakrabba­mein og þeir sem borða minna af þess­um mat­væl­um. Er mun­ur­inn allt að 35%, að því er kem­ur fram í doktors­rit­gerð, sem Halla Skúla­dótt­ir, lækn­ir, ver í Dan­mörku í dag.

Sagt er frá rit­gerð Höllu í danska blaðinu Politiken í dag og er rætt við Höllu, sem starfað hef­ur und­an­far­in sex ár við rann­sókn­ir á veg­um danska krabba­meins­fé­lags­ins.

„Rann­sókn­ir okk­ar benda til þess, að holl­ar neyslu­venj­ur þar sem mikið af ávöxt­um og græn­meti er á borðum, geti dregið úr hætt­unni á því að reyk­inga­menn fái lungnakrabba­mein. En það mik­il­væg­asta er að hætta að reykja eða byrja aldrei á þeim ósið," seg­ir Halla við blaðið.

Meðal niðurstaðna henn­ar er að ef reyk­inga­menn borða yfir 400 grömm af græn­meti og ávöxt­um á dag dragi það úr lík­um á lungnakrabba­meini um allt að 35%.

Um 3700 Dan­ir grein­ast ár­lega með lungnakrabba­mein. Halla seg­ir, að ef þess­ar niður­stöður verði staðfest­ar í stórri lýðfræðilegri rann­sókn, þá þýði þær að hægt sé að fækka þess­um til­fell­um um 1300 á ári ef all­ir reyk­inga­menn borði yfir 400 grömm af græn­meti og ávöxt­um.

Halla und­ir­strik­ar að mik­il­vægt sé að reyna að fyr­ir­byggja lungnakrabba­mein því erfitt sé að meðhöndla þenn­an sjúk­dóm. Aðeins 10% sjúk­linga séu enn á lífi fimm árum eft­ir að þeir grein­ast með sjúk­dóm­inn. Rann­sókn­ir Höllu benda hins veg­ar að ef sjúk­ling­ar lifa af fyrsta árið eft­ir að sjúk­dóm­ur­inn grein­ist auk­ist lífs­lík­urn­ar aft­ur og 35% lík­ur séu á að sjúk­ling­ar lifi næstu fimm ár. Eft­ir fimm ár eru 64% lík­ur á að sjúk­ling­ur lifi fimm ár til viðbót­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka