Tíu ár síðan lénið google.com var skráð

Það er erfitt að gera sér í hugarlund að internetið …
Það er erfitt að gera sér í hugarlund að internetið hafi verið til án Google Reuters

Tíu ár eru í dag síðan Larry Page og Sergey Brin, tveir 24 ára gamlir háskólanemar í Stanford skráðu lénið google.com. Lénsheitið er óhefðbundin stafsetning orðsins ‘googol’, sem þýðir tíu í hundraðasta veldi, en hugmynd þeirra félaga var að nota lénið til að stofna nýja leitarvél.

Ári síðar var fyrirtækið Google stofnað í bílskúr í norðurhluta Kaliforníu. Varla þarf að tíunda velgengni fyrirtækisins, en það varð fljótt of umfangsmikið til að höfuðstöðvarnar gætu verið í bílskúr.

Brin hefur einfalda skýringu á velgengninni, á þeim tíma höfðu stóru leitarvélarnar hætt að einbeita sér að því að þróun leitarvélanna og höfðu snúið sér að öðru. Google er nú vinsælasta leitarvél heims og sú stærsta, en á netþjónabúgarðinum í höfuðstöðvum fyrirtækisins er bróðurparturinn af netinu sóttur og tekur sú yfirferð nokkrar vikur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka