Hin svonefnda „hundrað dollara fartölva“ sem vísindamenn við MIT í Bandaríkjunum hönnuðu í því skyni að gefa öllum skólabörnum í heiminum kost á að eignast fartölvu hefur hækkað í verði, og er nú útlit fyrir að hún muni kosta 188 dollara.
Fjöldaframleiðsla á vélunum á að hefjast i haust. Talsmaður samtakanna „Ein fartölva á hvert barn,“ sem stofunuð voru um verkefnið, sagði í dag að enn væri langtímamarkmiðið að halda verðinu í hundrað dollurum, eða sem svarar tæpum 7.000 krónum.
Talsmaðurinn sagði ýmsa þætti hafa valdið því að verðið hefði hækkað, þ.á m. gengissveiflur og aukinn kostnað við íhluti á borð við örflögur.
Fartölva, knúin handhlaðlinni rafhlöðu og með þráðlaust netsamband, fyrir tæpar 15.000 krónur hlýtur samt að teljast kjarakaup. Upphaflega hugmyndin var sú, að stjórnvöld í fátækari löndum gætu keypt tölvurnar og gefið skólabörnum.