Norðvesturleiðin hefur opnast vegna bráðnunar

00:00
00:00

Bein­asta sigl­ing­ar­leiðin á svo­nefndri Norðvest­ur­leið milli Atlants­hafs og Kyrra­hafs um heim­skauta­svæði Kan­ada vest­an Græn­lands er nú að fullu opin í fyrsta skipti, að sögn Evr­ópsku geim­ferðastofn­un­ar­inn­ar. Þessi leið hef­ur alltaf verið lokuð vegna íss en stofn­un­in seg­ir, að ís­inn á þessu svæði hafi stöðugt verið að minnka og nú sé svo komið að hægt sé að sigla þarna í gegn.

Evr­ópska stofn­un­in seg­ir að ís­inn hafi verið að minnka á und­an­förn­um árum en gervi­hnatta­mynd­ir sýni, að bráðnun­in hafi aldrei verið meiri en í ár. Því sé norðvest­ur­leiðin svo­nefnda fær í fyrsta skipti frá því byrjað var að fylgj­ast með henni árið 1978.

Stofn­un­in seg­ir að ís á norðaust­ur­leiðinni svo­nefndu, um Norður-Íshaf Rúss­lands­meg­in, hafi einnig verið að minnka og sé nú aðeins lokuð að litl­um hluta.

Þegar hef­ur komið til alþjóðlegra deilna vegna þeirra hags­muna, sem opn­un þess­ara sigl­inga­leiða skap­ar. Kan­ada seg­ist hafa full­an yf­ir­ráðarétt yfir þeim svæðum þar sem norðvest­ur­leiðin ligg­ur um kanadískt hafsvæði og það geti því bannað sigl­ing­ar á þeim svæðum. Banda­rík­in og Evr­ópu­sam­bandið hafa dregið það í efa og segja að þetta sé alþjóðleg sigl­inga­leið sem all­ir geti notað.

Um­fjöll­un um auðlinda­bar­áttu

Rannsóknarskip í hafís.
Rann­sókn­ar­skip í haf­ís.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka